Hvað er Lenzing™Ecovero™?

Lenzing™Ecovero™ er mjúkt og létt sjálfbært efni framleitt af austurríska fyrirtækinu, Lenzing AG™. Það unnið úr trjákvoðu, náttúrulegri endurnýjanlegri uppsprettu.

 

Staðreyndir

LENZING™ rækta tré og plöntur í sjálfbærum, evrópskum, PEFC-vottuðum skógum

50% minni losun og 50% minni vatnsnotkun en venjulegt viscose

100% chlorine laust

95% af úrgangi úr framleiðslunni er endurnýttur og endurunninn

Gegnsæ framleiðslukeðja.

EU ecolabel og 100% FSC viðurkennt.

 

 

Hvernig er efnið búið til?

Trén vaxa

Uppskera

Viðurinn er mulinn (pulped)

Þræðir verða til

Ofið í efni

 

  1. Tré vaxa náttúrulega í Austurríki, þar sem Lenzing™ hefur aðsetur. Þau eru sjálfbær uppspretta hráefnis og fjölga sér með endurnýjun, sem þýðir að þau endursá sig sjálf.

  2. Öll framleiðslukeðjan notar Edelweiss tækni. Þetta er samlífisferli þar sem mulningurinn (the pulp) er unninn á sama stað og þræðirnir.

  3. Þegar tréð hefur þroskast er viðurinn högginn og spónarnir brotnir niður í mulning. Langir þræðir eru svo búnir til með því að þvinga þessum mulningi í gegnum spunadælur með örsmáum götum, svolítið eins og sturtuhaus.

  4. Dúnkenndur sellulósi er svo dreginn úr viðarkvoðunni, leystur upp á staðnum og búnir til þræðir.

  5. Þeir eru síðan tilbúnir til að spinna í mjúkt, létt Ecovero™ efni.

 

Hvers vegna elskum við Lenzing™Ecovero™?

Fyrir sjálfbært framleiðsluferli sitt, frá grunni til efnis. Vegna silkimjúku áferðina sem það hefur og góða öndun. Og hvað það er endingargott!

 

Umhirða og þvottur á Lenzing Ecovero™

Við þvott geta efnisþræðirnir herpst saman en með því að gufa eða strauja flíkina á röngunni, fer flíkin aftur í saman form.

Kaldur 20 gráður þvottur og prógram fyrir viðkvæman þvott
Strauja eða gufa með lágum hita
Ekki bleikja
Ekki þurrhreinsa ( dryclean )
Þvoið með svipuðum litum
Þvoið og straujið á röngunni.

The Lenzing™ Group er alþjóðleg samstæða með höfuðstöðvar í Lenzing, Austurríki. Með einstakri tækni sem varðveitir auðlindir þróa þeir náttúrulegar, endurnýjanlegar trefjar fyrir iðnað, vörumerki og smásala, en vernda náttúrulega umhverfið.