Hvað er tencel og modal?

Tencel™ er eitt sjálfbærasta efni í heimi. Það er tegund af lyocell framleitt af austurríska fyrirtækinu, Lenzing AG™ og kemur frá Eucalyptus trjám, endurnýjanlegri náttúruauðlind.

 

Staðreyndir

Trén eru ræktuð í sjálbærum FSC votttuðum skógum

Framleiðsluferlið er “closed loop” hringrás - endurvinna 99% af efnunum sem kemur í veg fyrir losun skaðlegrar efna út í andrúmsloftið

Tencel dregur í sig 50 % meiri raka heldur en bómull

 

Hvernig er efnið búið til?

Eucalyptus trén vaxa

Uppskera

Viðurinn er mulinn (pulped)

Þræðir verða til

Ofið í efni

 

  1. Eucalyptus er harðgerður og endurnýjanlegur, hann er ræktaður án þess að nota erfðafræðilega meðhöndlun, áveitu eða skordýraeitur.

  2. Þegar trén ná um 40 metra hæð er uppskera. Þau eru skorin/höggin frekar en tekin upp með rótum, svo þau vaxi fljótt aftur.

  3. Viðurinn er svo unnin í flísar sem eru svo mulnar og þurrkuð í blöð, tilbúin til vinnslu. Blöðin eru síðan brotin og leyst upp í eiturefnalausri amin oxide lausn. Tær, seigfljótandi vökvi er útkoman. Notað er lokað hrigrásarferli þar sem allt að 99% af efninu er endurunnið í sífellu, sem lágmarkar áhrif á umhverfið og varðveitir orku og vatn.

  4. Langar Tencel™ trefjar eru framleiddar með því að þvinga þessari lausn í gegnum spunadælur með örsmáum götum, svolítið eins og sturtuhaus. Löngu þræðirnir eru síðan lagðir, þvegnir, þurrkaðir og flækjur fjarlægðar.

  5. Því næst eru þeir þjappaðir með því að nota pressu til að bæta við massa og áferð. Þræðirnir eru síðan tilbúnir til að spinna þá í mjúkt, létt Tencel™ efni sem andar vel.

 

Hvers vegna við elskum Tencel™

Vegna sjálfbæra framleiðsluferlis þess, frá grunni til efnis. Það er notar litla orku og vatnsnotkun. Það er algjör lúxus að handfjatla það og ganga í því.

 

 

 

 

 

 

Modal eða Birla modal er sjálfbært viscose efni framleitt af Lenzing AG™ eða Birla cellulose. Það unnið úr beykitrjám, endurnýjanlegri náttúruauðlind.

Staðreyndir

Ræktuð eru beykitré í sjálfbærum, evrópskum, PEFC-vottuðum skógum

10-20 falt minni vatnsnotkun en bómull

95% af úrgangi úr framleiðslunni er endurnýttur og endurunninn

Efnið dregur í sig 50% meiri raka en bómull

Hvernig er efnið búið til?

Beykitrén vaxa

Uppskera

Viðurinn er mulinn (pulped)

Þræðir verða til

Ofið í efni

  1. Beykitré vaxa náttúrulega í Austurríki, þar sem Lenzing™ hefur aðsetur. Þau eru sjálfbær uppspretta hráefnis og fjölga sér með endurnýjun, sem þýðir að þau endursá sig sjálf.

  2. Öll framleiðslukeðjan fyrir Modal notar Edelweiss tækni. Þetta er samlífisferli þar sem mulningurinn (the pulp) er unninn á sama stað og Modal þræðirnir.

  3. Þegar tréð hefur þroskast er viðurinn högginn og spónarnir brotnir niður í mulning. Langir þræðir eru svo búnir til með því að þvinga þessum mulningi í gegnum spunadælur með örsmáum götum, svolítið eins og sturtuhaus.

  4. Langir þræðirnir eru svo lagðir í bleyti í sulfuric acid, þvegnir og þurrkaðir. Þræðirnir eru síðan settir á kefli.

  5. Þeir eru síðan tilbúnir til að spinna í mjúkt, létt Modal efni sem andar.

Hvers vegna elskum við Modal?

Fyrir sjálfbært framleiðsluferli sitt, frá grunni til efnis. Vegna silkimjúku áferðina sem það hefur. Fyrir framúrskarandi rakadrægni.

The Lenzing™ Group er alþjóðleg samstæða með höfuðstöðvar í Lenzing, Austurríki. Með einstakri tækni sem varðveitir auðlindir þróa þeir náttúrulegar, endurnýjanlegar trefjar fyrir iðnað, vörumerki og smásala, en vernda náttúrulega umhverfið.

Umhirða og þvottur

Við þvott geta efnisþræðirnir herpst saman en með því að gufa eða strauja flíkina á röngunni, fer flíkin aftur í saman form.

Kaldur 20 gráður þvottur og prógram fyrir viðkvæman þvott
Strauja eða gufa með lágum hita
Ekki bleikja
Ekki þurrhreinsa ( dryclean )
Þvoið með svipuðum litum
Þvoið og straujið á röngunni.